Skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið:
Two20 Sports ehf.
Kennitala: 531222-1560
VSK númer: 147032

Pantanir:
GEFF.is staðfestir pöntun með tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist.

Verð og sendingarkostnaður:
Verð í vefverslun GEFF.is eru í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti. GEFF.is áskilur sér rétt til þess að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. GEFF.is áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi verðið á vörunni ekki verið rétt eða röng mynd fylgt vörunni.

Skipta / Skila vöru:
Það er 14 daga skilaréttur á vörum frá GEFF.is gegn því að framvísað sé reikningi og að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi.

Gölluð vara:
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn.

Sendingarkostnaður:
Pantanir eru sendar með Póstinum og greiðir kaupandi sendingargjald samkv. gjaldskrá póstsins.

Afgreiðslutími:
Afgreiðslutími er 2-3 dagar eftir að pöntun hefur verið greidd og staðfesting borist til GEFF.is. 

Trúnaður:
Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög:
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.

Varnarþing:

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Skilmálar þessir gilda frá 15. desember 2022.1470

Karfa
GEFF